"Aleinn" hjá ömmu og afa..

 

Alveg búinn, en þau eru ágæt.

Við Doddi tókum barnabarnið okkar Þórð Davíð Sigurjónsson ( fjögurra mánaða) í fyrsta skiptið í gær aleinan til að máta hann.

Það var ekki eins og við værum búin að ala upp slatta af börnum um ævina, við erum farin að ryðga illilega.

Það gekk vel fram eftir degi, amma Kristín fékk sér góðan göngutúr með snáðann og skrapp með hann til Veigu langömmu sem var alsæl að sjá Þórð Davíð.

Einnig gekk vel að fæða hann, amma var ansi örugg á þeim vígstöðum enda Halla mamma hans búin að blanda drykkinn.

Amma þó.

Þá kom að því að hátta hann..við mundum  þó að við vorum vön að baða börnin fyrir náttfötin, en handtökin og aðstaðan voru alveg tröllum gefin hjá okkur gömlu brýnunum.

Afi hvað er í gangi??

Kristín amma fann það út að best væri að Doddi afi héldi á snáðanum yfir baðinu á meðan amma spúlaði litla kroppin.

Amma þó.

Þegar þessum æfingum lauk þá klæddi afi hann í fötin en viti menn, mamma hans fékk krampa af hlátri þegar honum var skilað heilu á húfi heim, samfellan var utan yfir náttbuxurnar og sokkarnir settir utan yfir allt, næstum því upp af hnjám.

Þetta hafðist.

Það er ljóst að við verðum að rifja upp gömlu handbrögðin, en sá stutti komst heill á höldu heim til mömmu og pabba, og við alsæl að fá að eiga þessa stund með fallega barnabarninu okkar.

 

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ó er þetta ekki yndislegt?  Ég gæti sagt svona sögur en við erum nú farin að sjóast pínulítið enda komnir fjórir.  Mest ber á fataruglingi milli stráka og hafa mömmurnar í nógu að snúast að leiðrétta það.  Þó eru eldri guttarnir farnir að þekkja förin sín og þeir yngri eru þá bara settir í "afganginn"!!

Vilborg Traustadóttir, 12.9.2007 kl. 21:25

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

....þekkja fötin sín....

Vilborg Traustadóttir, 12.9.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: G Antonia

Hæ Kristín!!  Og til hamingju með barnabarnið, ég á nú ekkert enn þá, nema Dimita husky hundinn  en ég verð sennilega óvön og tekur tíma að venjast þegar að því kemur. Æi ég skammast mín, ætlaði að hringja í þig næsta dag en dagarnir liðu og liðu og er nú kominn með kallinum til Spána í ca 10 daga....
En er með símann og email ; antonia at simnet.is elskan ef það er eitthvað!!?

Það styttist í Póllanda hjá ykkur, æðislegt, ... ég er að "gæla" við að fara 13 október, en þá fara líka að mér skilst, Þóra- Birna amk...
En endilega verum í bandi Kristín mín, hlakka til að heyra!!!!
ps. kíktu á bloggið mitt, www.blog.central.is/gantonia ...
knús frá Spáni
Guðbjörg

G Antonia, 12.9.2007 kl. 23:37

4 Smámynd: G Antonia

Og til hamingju með bloggsíðu, gaman að geta kíkt hingað .... líka!!!
Ég kann ekkert að gerast blogg-vinur en ef þú kannt það er ég tilbúin að vera bloggvinur þinn , ef þú vilt ....

G Antonia, 12.9.2007 kl. 23:40

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Æi Stóra þið eruð meiriháttar amma og afi og Buddi litli er alveg milljón.... hvernig hljómar þetta... Þórður Davíð kallaður Buddi ... eða bara Þórður fimmti, Doddi eða Toggi hann er æði hvað sem hann er kallaður stubburinn.

Herdís Sigurjónsdóttir, 13.9.2007 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband