Blómaþorpið í Keflavík.

null

Við Doddi fórum á Ljósanótt og heimsóttum Diddu frænku, öðru nafni Ásdísi Vilborgu Pálsdóttur.

Didda er dóttir eina systkinis mömmu hans Palla frænda og Stellu sem hefur alltaf verið mér eins og fósturmamma, Didda ólst upp á Sigló eins og ég en endaði suður með sjó eins og frænka hennar.

null

Hafa kynni okkar við þau hjón verið að endurnýjast undanfarið okkur Dodda til mikillar ánægju.

Ásdís hefur blómstrað sem aldrei fyrr og bauð upp á frábærar skreytingar í Blómaþorpinu sínu.

Það er alveg ótrúlegt hvað þau hjónin Ásdís og Valdi hafa gert með fyrirtækin sín.

Valdi er á fullu við seglasaum og ýmislegt sem snýr af því heitir hans fyrirtæki Seglás og Didda er á fullu við blómaskreytingar og þvílíkt hugmyndaflug sem er á ferðinni hjá henni.

Hún er að þjónusta fyrirtæki og man alla afmælisdaga fyrir þau og býður einnig upp á einstaklega persónulega þjónustu við öll tækifæri til einstaklinga.

Ég tók myndir hjá þeim og birti nokkrar.

Póstfangið hjá Ásdísi er blomatorpid@simnet.is , það er einnig að koma heimasíða frá Blómaþopinu innan skamms.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Didda klikkar ekki á því.....

Vilborg Traustadóttir, 8.9.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: Kristín Sigurjónsdóttir

Það er svo með mannkynið að okkur eru gefnir mismunandi hæfileikar sem betur fer, Didda er snillingur á þessu sviði og þið Magga frábærar með ykkar hæfileika.

Best er þegar hæfileikarnir kom í ljós með aldrinum, það er svo spennandi að eiga alltaf eitthvað eftir

Ég vil ítreka við þig hugmyndinni frá mér um að ég fái lánaðar eða "leigðar" myndir frá ykkur systrum og gæti fengið að skipta þeim út með vissu millibili, þetta er svona smá viðskipta hugmynd

Ég leita svo í mínum hæfileikagrunni eftir einhverju handa ykkur. he he. kannski skóm..

Kristín Sigurjónsdóttir, 9.9.2007 kl. 18:33

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Eins og ég hef sagt ef það fer enginn að flytja þessa skó inn þá geri ég það sjálf!!!  Þeir eru æði og maður skilur núna hvers vegna Argentískur Tangó er svona vel dansaður.....sleipir botnar en stamur hæll.......eins og sérhannað fyrir mig....

Vilborg Traustadóttir, 9.9.2007 kl. 20:31

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já, handverkið er skemmtilegt hvað svo sem verið er að gera , eins og garðurinn ykkar ber með sér ..  Ég get látið Vilborgu taka með sér mynd þegar hún fer suður aftur eftir námskeiðið ef þú vilt og svo skiptir hún við þig og tekur mína til sín og lætur þig fá mynd eftir sig...á eitthvað til sem ég gæti hugsað mér að lán þér !!

Kristín !  Argentísku skórnir hennar Vilborgar eru æði !!

Kv. Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 10.9.2007 kl. 11:00

5 Smámynd: Kristín Sigurjónsdóttir

Stelpur mínar.

Ég verð að bæta um betur og skaffa herra með skónum

Það dansar enginn einn tangó og við Vilborg verðum svo spengilegar eftir Pólland að okkur veitir ekkert af tveimur

Kristín Sigurjónsdóttir, 10.9.2007 kl. 15:58

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég læt mér nægja einn herra í einu og hef þegar tryggt mér þann fysrsta á danskortið á Ketilásballinu en ég hugsa að það sé gott að hafa tvo skó.

Vilborg Traustadóttir, 10.9.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband