12.9.2007 | 19:13
"Aleinn" hjá ömmu og afa..
Við Doddi tókum barnabarnið okkar Þórð Davíð Sigurjónsson ( fjögurra mánaða) í fyrsta skiptið í gær aleinan til að máta hann.
Það var ekki eins og við værum búin að ala upp slatta af börnum um ævina, við erum farin að ryðga illilega.
Það gekk vel fram eftir degi, amma Kristín fékk sér góðan göngutúr með snáðann og skrapp með hann til Veigu langömmu sem var alsæl að sjá Þórð Davíð.
Einnig gekk vel að fæða hann, amma var ansi örugg á þeim vígstöðum enda Halla mamma hans búin að blanda drykkinn.
Þá kom að því að hátta hann..við mundum þó að við vorum vön að baða börnin fyrir náttfötin, en handtökin og aðstaðan voru alveg tröllum gefin hjá okkur gömlu brýnunum.
Kristín amma fann það út að best væri að Doddi afi héldi á snáðanum yfir baðinu á meðan amma spúlaði litla kroppin.
Þegar þessum æfingum lauk þá klæddi afi hann í fötin en viti menn, mamma hans fékk krampa af hlátri þegar honum var skilað heilu á húfi heim, samfellan var utan yfir náttbuxurnar og sokkarnir settir utan yfir allt, næstum því upp af hnjám.
Það er ljóst að við verðum að rifja upp gömlu handbrögðin, en sá stutti komst heill á höldu heim til mömmu og pabba, og við alsæl að fá að eiga þessa stund með fallega barnabarninu okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.9.2007 | 16:39
Blómaþorpið í Keflavík.
Við Doddi fórum á Ljósanótt og heimsóttum Diddu frænku, öðru nafni Ásdísi Vilborgu Pálsdóttur.
Didda er dóttir eina systkinis mömmu hans Palla frænda og Stellu sem hefur alltaf verið mér eins og fósturmamma, Didda ólst upp á Sigló eins og ég en endaði suður með sjó eins og frænka hennar.
Hafa kynni okkar við þau hjón verið að endurnýjast undanfarið okkur Dodda til mikillar ánægju.
Ásdís hefur blómstrað sem aldrei fyrr og bauð upp á frábærar skreytingar í Blómaþorpinu sínu.
Það er alveg ótrúlegt hvað þau hjónin Ásdís og Valdi hafa gert með fyrirtækin sín.
Valdi er á fullu við seglasaum og ýmislegt sem snýr af því heitir hans fyrirtæki Seglás og Didda er á fullu við blómaskreytingar og þvílíkt hugmyndaflug sem er á ferðinni hjá henni.
Hún er að þjónusta fyrirtæki og man alla afmælisdaga fyrir þau og býður einnig upp á einstaklega persónulega þjónustu við öll tækifæri til einstaklinga.
Ég tók myndir hjá þeim og birti nokkrar.
Póstfangið hjá Ásdísi er blomatorpid@simnet.is , það er einnig að koma heimasíða frá Blómaþopinu innan skamms.
Bloggar | Breytt 9.9.2007 kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.9.2007 | 10:52
Verðlaunagarður
Okkur til ánægju voru okkur veitt verðlaun fyrir garðinn okkar af Grindavíkurbæ.
Hér koma netslóðir þar sem eru myndir af verðlaunagörðunum http://www.grindavik.is/ http://vesturhop.com/ Garðurinn okkar er með Liverpool fánan á lofti, að sjálfsögðu....
Þar sem garðurinn er aðeins eins árs og allt umhverfið um eins og hálfs árs var heiður að fá þessi verðlaun.
Við höfum að mestu hannað allt sjálf með góðri aðstoð frá Grindverk sem sá um hellulögn, jarðverkskipti og gras fyrir okkur, allt sem við lögðum til við þessa verktaka var "ekkert mál" og öll samvinna frábær, Bói eigandi Grindverks er mjög flinkur og bendi ég fólki hiklaust að leita til hans, síminn hjá kappanum er 898-1114.
Doddi sá um alla palla smiði, grindverkið, lagningu rafmagns að ljósum og uppsetningu ljósa, þar sem einhverjir sentímetrar til eða frá hafa aldrei truflað hann við smiði hingað til er mikill metnaður og vandvirkni við þessa vinnu hjá honum, það hafa margir faldir hæfileikar blómstrað hjá honum.
Við höfum í sameiningu séð um plöntuval, lögðum við mikla áherslu á að hafa eitthvað blómstrandi frá maí til sept í garðinum og erum alltaf að bæta einhverju við.
Það er ótrúlegt hvað er hægt að rækta á þessu nesi okkar suður með sjó, mér er í fersku minni er ég kom glaðbeitt með gróðrarhnausa og afleggjara frá mömmu til að gróðursetja við Mánagötu 1. þar sem við áttum okkar fyrsta hús, það var sumarið 1981 að ég var á fjórum fótum að gróðursetja að kona kom aðvífandi furðulostin yfir bjartsýninni hjá mér að reina að rækta blóm í Grindavík, að hennar sögn var ekkert hægt að koma til hér nema gras og arfa....en viti menn það er allt hægt.
Mesta ánægja okkar hjóna er að þetta er okkar sameiginlega áhugamál við eigum yndislegar stundir í garðinum, gleðjumst yfir hverju laufi og´útsprungnu blómi sem birtist.
Á þessum árstíma er svo gaman að sjá breytingarnar á gróðrinum yfir í haustliti, þvílík listaverk náttúrunnar.
Það hefur mikið verið hlegið af því í fjölskyldunni að Doddi er sagður sægrænn, hann uppgvötaði þegar hann kom í land af sjónum að hafa grænar fingur...
Næsta vor verður gerður kryddjurta og grænmetisgarður innan girðingar, ásamt kartöflugarði og safnkassa utan girðingar, okkur er strax farið að hlakka til vorsins.
Bloggar | Breytt 8.9.2007 kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.8.2007 | 21:01
Blogggggg...
Þá er ég loksins komin inn í nútímann og farin að huga að bloggi.
Ég hef mjög gaman að lesa bloggið hjá mínum nánustu og öðrum sem eru að gefa af sér í þessum félagsskap sem er yndislega litríkur.
Ég ætla að gefa mér góðan tíma til að byrja og verð sennilega ekki orðin vel virk fyrr en um mánaðarmót.
Kveðja Kristín Sig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)